Þeir meiga tala saman en þeir meiga EKKI SEMJA UM RÍKISÁBYRGÐ!!!

 Ríkisstjórnin missti öll völd í þessu Icesavemáli Þegar forsetinn sendi Icesave málið í hendur þjóðarinnar þar sem þjóðin á að ákveða hvort veitt verði ríkisábyrgð á Iceave reikningum Landsbankans. Ríkisstjórnin má ekki skrifa undir nýjan saming áður en þjóðin er búin að ákveða hvort þessi ábyrgð verði veitt. Ríkisstjórnin er búin að haga sér með mikilli vanvirðingu við húsbændur sína það er við fólkið með því að reyna að komast hjá þjóðaratkvæðagreiðslu. Ríkisstjórnin verður að stíga til hliðar meðan þessi kosning fer fram aðeins þá er hægt að fá niðurstöðu af samningsgrundvelli hvort sem það næst samningur eða mál þetta þurfi að fara fyrir dómstóla. Ætli hinsvegar ríkisstjórin semja áður en við fáum úr því skorið hvort þjóðin ætli að veita ríkisábyrgð þá verður Herra Ólafur Ragnar Grímsson að leysa upp þingið og boða til kosninga vegna vanvirðingu ríkistjórnarinnar við Fullveldið.

Við segjum NEI við ICESAVE og lifi LÝÐRÆÐIÐ.


mbl.is Leynifundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Það er kanski rétt að benda þér á að það er verið að kjósa um tiltekin samningsdrög sem reyndar eru úrelt - það er EKKI verið að kjósa um hvort ríkið ábyrgist Icesave yfirhöfuð.  Hver kom þeirri dellu inn í hausinn á þér?

Óskar, 27.2.2010 kl. 20:01

2 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Það er verið að kjósa um hvort fjármálaráðherra meigi taka lán fyrirhönd ríkissjóð til að standa straum af því að borga innistæðureikninga í hollandi og brétlandi.  Það þýðir náttúrulega ríkisábyrgð. Og í sambandi við gamla samningin sem tekur við þá mun hann náttúrulega ekki halda því brétar og hollendinga eru búnir að hafna honum. Þannig að hann verður einfaldlega feldur úr gildi takk fyrir.

Elís Már Kjartansson, 27.2.2010 kl. 20:09

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þú ert óþreytandi nafni sæll, að reyna að koma landráðahugsunum í kollinn hjá fólki. Hvað græðir þú persónulega á þessu?

Óskar Arnórsson, 27.2.2010 kl. 20:28

4 Smámynd: Óskar

nafni ég veit að ég neyddist til að henda þér útaf blogginu mínu fyrir kjafthátt, það var ekkert persónulegt en ef þér líður eitthvað betur þá er mér bara nákvæmlega sama þó þú eltir mig uppi hér útum allt bloggkerfið og kallir mig landráðamann!  Í mínum huga eru þeir einir landráðamenn sem vilja lengja og dýpka kreppuna hér, auka atvinnuleysi og landflótta.  Ég skil ekki hvað fer fram í kollinum á fólki sem vill gera þjóð sinni þetta.

Óskar, 27.2.2010 kl. 20:42

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

gerðir þú það? Nú jæja. Ég get glatt þig með því að tveir aðrir hafa gert það líka. Þú ert allavega með 2 stuðningsmenn sem eru viðkvæmir fyrir mér. Lestu Stjórnarskránna og hún er á barnamáli. Hún er auðskilinn öllum sem hafa einhvern snefil af skilningi. Segðu mér svo hvort ég hafi eitthvað til míns máls eða ekki. Að tala svona beint á móti henni er eitt alvarlegasta lögbrot sem hægt er að fremja á Íslandi. Það afsakar ekkert að svo margir geri það líka. Ég er sammála þér í einu:

 "Ég skil ekki hvað fer fram í kollinum á fólki sem vill gera þjóð sinni þetta."

Óskar Arnórsson, 27.2.2010 kl. 21:17

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ef Icesave-stjórnin gerir annan samning fyrir þjóðaratkvæðið, verðum við bara að kjósa hann burt líka. Forsetinn mun örugglega ekki skrifa uppá samning sem gerir ráð fyrir vaxtaleysi eða lægri vöxtum, þegar þjóðin er búin að hafna höfuðstól kröfunnar.

Hvað ætli Þorsteinn Pálson segi ef slíkur þjóðsvika-samningur verður gerður og þjóðin hefur algerlega hafnað kröfugerð núlenduveldanna ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 27.2.2010 kl. 21:44

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Algjörlega rétt hjá þér Loftur. Það er með ólíkindum hvað hægt er að draga umræðunna inn á alls konar samningatal þegar ekkert er til sem hægt er að semja um.

Nafni minn og örfáir aðrir sem geysast hér um, skilja þetta örugglega. Enn þeir ákveða að vera "öfugu megin við borðið" og styðja svik við þjóðinna. Ef það er gert í óvitaskap eða hræðslu við Breta, get ég fyrirgefið þeim það. Enn það þarf enga sérfræðinga að það er meira enn lítið bogið við þessa afstöðu. 

Óskar Arnórsson, 27.2.2010 kl. 21:53

8 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Sæll Loftur. Forsetinn er búinn að gefa út þá yfirlýsingu að hann hafi tekið stöðu með lýðræðinu gegn fjármagninu. Ég treysti Herra Ólafi Ragnari Grímssyni fullkomlega að standa vörð um fullveldi Íslands í þessu máli og vísa öllum undanbrögðum ríkisstjórnarinnar til föðurhúsana. Ég vill einnig  þakka Herra Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir hið gríðarlega hugrekki að leyfa okkur að standa á okkar rétti gegn Nýlendu herrunum sem vilja gleypa okkur með húð og hári.

Ég vill lika minna alla að það eru hafnar utankjörfundar atkvæðagreiðslur. Farið og kjósið það er ekki eftir neinu að bíða!!

Elís Már Kjartansson, 27.2.2010 kl. 21:56

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er ótrúlega mikil heppni fyrir Íslendinga að hafa forseta með bein í nefinu. Það er langt síðan að maður gat orðið stoltur yfir embættisverkum nokkurs embættismanns á Íslandi. Forseti á allar þakkir skilið að hafa stutt fólkið sitt og ekki heilaga bankaelítu.

Óskar Arnórsson, 27.2.2010 kl. 22:12

10 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Já Óskar Arnórsson því er ég algjörlega sammála.

Elís Már Kjartansson, 27.2.2010 kl. 22:38

11 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sendið beiðni á:

thjodarheidur@gmail.com

ef þið óskið eftir að gerast þátttakendur í Þjóðarheið.

Guðni Karl Harðarson, 1.3.2010 kl. 15:03

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Búin að senda mail Guðni, og ósk um þáttöku..

Óskar Arnórsson, 1.3.2010 kl. 18:19

13 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég skil þetta ekki heldur hvað fer fram í kollinum á þessu fólki sem kemur svona fram við almenning í landinu!

Guðni Karl Harðarson, 2.3.2010 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Elís Már Kjartansson

Höfundur

Elís Már Kjartansson
Elís Már Kjartansson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband