28.11.2010 | 15:06
Er þetta bara ekki raunfylgi ríkisstjórnarinnar.
Þessi 36.77% sem fóru á kjörstað að kjósa hljóta að vera flokkshestar stjórnarflokkana eða maður spyr sig! þar sem leiðtoginn hvatti fólk til að kjósa eins og enginn væri morgundagurinn. Ekki var sama hægt að segja um Iceslavelögin sem þar sem ríkisstjórninn hvatti fólk beinlínis ekki til að mæta en þá var yfir 60% þáttaka. Er nema von að maður spyrji hvort þetta sé hið raunverulega fylgi ríkisstjórnarinnar.
36,77% kosningaþátttaka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Elís Már Kjartansson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég kæri mig ekki um að fólk sé að reyna að "túlka" atkvæði mitt. Ég kaus. Ég er ekki stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 15:34
Nákvæmlega H.T.
Ég er sko enginn stuðningsm.ríkisstjórnarinnar en datt ekki í hug annað en að kjósa, það heyrir enginn í þér ef þú kýst ekki -sama um hvað það er. Ef þú hefur skoðun á stjórnarskránni þinni, eða er ekki sama hvað stendur í henni- þá kýstu að sjálfsögðu.
Adeline, 28.11.2010 kl. 15:38
Sama hér. Ég styð ekki ríkisstjórnina og í raun ber ég ekkert traust til Alþingis heldur. Þess vegna kaus ég. Til að reyna að fá breytingar á gölluðu stjórnkerfi sem enginn stjórnmálamaður hefur viljað breyta í meira en hálfa öld.
Örn Arnarson, 28.11.2010 kl. 15:40
H.T Bjarnason og fleirri. þó svo að þú kærir þig ekki um þá þá er það nú bara þannig að þetta er æpandi niðurlægandi fyrir ríkisstjórnina hvort sem fólki líkar það betur eða verr ég tek það hinsvegar fram að ég kaus enda er ég lýðræðissinni.
Elís Már Kjartansson, 28.11.2010 kl. 15:45
Elías: 36,77% er talsvert meira en raunverulegt fylgi ríkisstjórnarinnar!
Guðmundur Ásgeirsson, 28.11.2010 kl. 21:08
Ég kaus. En hafði ekki hugmyndaflug til að átta mig á að sá gerningur hefði eitthvað með ríkisstjórn að gera. Og átta mig ekki enn á hvað það hefur með ríkisstjórnina að gera.
Jens Guð, 29.11.2010 kl. 02:06
Sæll Guðmundur. Það er spurning sem fæst væntanlega svarað í næstu kostningum.
Elís Már Kjartansson, 29.11.2010 kl. 12:38
Góðann daginn Jens. Ég setti þetta svona fram sem pælingu þar sem Icesave kostninga þáttakan var um 63% og stjórnlagaþing kostning 36.77%. samanlagt ansi nálægt 100% :). Þar sem leiðtogar hvöttu menn í einni kostningu og svo töluðu niður aðra þetta má alveg vera umhugsunarefni þó svo að það þýði kannski ekki neitt.
Elís Már Kjartansson, 29.11.2010 kl. 12:43
Elís: já, að meðaltali var þetta semsagt ágætt, eða hvað? ;)
Guðmundur Ásgeirsson, 2.12.2010 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.