3.2.2011 | 22:03
Formaður Sjálfstæðisflokksins er í vitlausum flokki.
Formaður Sjálfstæðisflokksins gengur þvert á niðurstöðu landsfundar sem honum ber að vinna eftir. Á landsfundi kom bersýnilega í ljós að hafna eigi icesave alfarið.
Þeir þingmenn sjálfstæðisflokkins sem sátu í fjárlaganefnd eru nú ekki trúverðugustu þar sem amk 2 hafa verið fjármálabraski og ekki til þess hæfir til að segja til um hvernig eigi að afgreiða icesave í því ljósi.
Svo kemur Formaðurinn fram og segir ískalt að okkur beri að greiða þessa skuld núna þó svo að við ættum ekki að gera það vegna þessa að þetta er lögleysa.
Hvað gerðist eginlega fyrir hann Bjarna Ben datt hann á hausinn í hálkunni!.
AÐ ÆTLA SKATTGREIÐENDUM AÐ GREIÐA SKULDIR EINKAFYRIRTÆKJA TIL ERLENDRA RÍKJA ERU LANDRÁÐ!.
Ef við eigum á greiða þetta þá ætlast ég til þess að hagnaður sem var af þessum fyrirtækjum og hinar ýmsu íviljanir verði einnig látin koma til skattgreiðenda frá og með deginum í dag þá á ég einnig við um hina nýju banka þar sem þeir hljóta þá einnig að vera með ríkisábyrgð.
Þetta rugl er með öllu móti óskiljanlegt og fáránlegt hjá Bjarna Ben og sennilega ekki langt í afsögn hjá honum hafi hann einhverja sómatilfinningu enþá sem ég þó geri ekki ráð fyrir. En í fyllingu tímans mun hann verða svo sannarlega dæmdur fyrir sín afglöp.
Fráleitt að tilefni sé til að halda landsfund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Elís Már Kjartansson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvers vegna rifu sjálfstæðismenn ekki kjaft þegar Geir Haarde og Árni Matt byrjuðu að semja við Breta og Hollendinga strax eftir hrun? Ef þeir hefðu staðið í lappirnar frá upphafi þyrftum við kannski ekki að kyngja þessu núna.
Þorsteinn Sverrisson, 3.2.2011 kl. 22:24
Það plagg sem þeir gerðu var enginn samingur heldur minnisblað. Opinberar samningaviðræður við Bréta og Hollendinga eru á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar. Þó svo að Geir og Árni hafi látið undan hótunum þeirra þá er ekki þar með sagt að þjóðin geri það. Þetta mál á að fara beint fyrir dómstóla þar sem það er nú afar ólíklegt að ESB samþykki kröfu bréta og hollendinga að bankar á innan esb séu með ríkisábyrgð. þar sem það er beinlínis ólöglegt. Einnig þýðir lítið fyrir þá að tala um neyðarlögin þar sem EFTA er búið að staðfesta það að það var okkar þjóðarréttur að beita þeim og staðfesti að þau halda.
Elís Már Kjartansson, 3.2.2011 kl. 22:38
Landráðamaður!
Sigurður Haraldsson, 3.2.2011 kl. 22:47
Það er margbúið að fara yfir það mál. SpurðuSollu hún var líka ráðherra. Sú stjórn fékk að taka á alvöru hótunum frá Ljóninu. Þau samakipti eru útrædd þó ég muni ekki orðrétt hvað í minnismiðanum stóð,þar var engin skuldbinding. Aftur á móti hefði Steingrímur,sem allt þykist vita og geta,sýnt þjóðinni þá hollustu að fá almennilega menn í Icesave-lygakröfu og barist því þeir höfðu tíma og ráð eftir fyrsta áfallið. Það hefði allir gömlu höfðingjar flokkana gert.
Helga Kristjánsdóttir, 3.2.2011 kl. 22:49
Ég tek undir með Þorsteini. Og við Elías vil ég segja að þetta var miklu meira en eitthvað minnisblað, heldur yfirlýsingar og bréfaskipti æðstu manna þjóðarinnar við þessi ríki. Slíkt flokkast í milliríkjaviðskiptum siðaðra þjóða sem drengskaparloforð um framgang mála.
Svavar Bjarnason, 4.2.2011 kl. 00:23
Sæll Svavar þó svo að æðstu yfirmenn ákveði að mál skuli fara í ákveðin farveg er ekki þar með sagt að það sé niðurstaðan þar sem við búum í lýðveldi með þingbundinin stjórn þar sem lýðræðið ræður. það er mikill misskilningur hjá þér að halda það að 2 men frá Íslandi getið skuldbundið þjóðina með bréfa skiptum þetta er bara endemis rugl og fjandans þvættingur í þér
Elís Már Kjartansson, 4.2.2011 kl. 07:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.